Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 07. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag gerir ekki ráð fyrir að styrkja hópinn í janúar
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist ekki gera ráð fyrir því að styrkja hópinn í janúarglugganum.

Frammistaða United á tímabilinu hefur verið kaflaskipt og hefur reynst erfitt að komast á skrið. Í gær spilaði liðið vel á móti Chelsea, en svo átti liðið arfaslakan leik gegn Newcastle um helgina.

Sigurinn á Chelsea var sá fyrsti sem liðið nær í gegn einu af 'topp sex' liðunum í deildinni.

United hefur verið að sækja stig og er ekki langt frá efstu liðum, en þarf kraftaverk til að komast áfram í Meistaradeildinni, þar sem liðið situr í botnsæti A-riðils fyrir lokaumferðina.

Guardian greindi frá því á dögunum að United ætlaði sér að fá fjóra leikmenn í janúarglugganum; miðvörð, tvo miðjumenn og framherja, en Ten Hag er ekki að gera ráð fyrir styrkingu.

„Ég held að við munum ekki fá leikmenn og ef það gerist þá verður nálgun United að vera sú að ef félagið telur sig geta bætt liðið þá ætti það að gera það. Við væntum þess að allir leikmenn félagsins geri sitt allra besta,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner