Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Annar sigurinn í röð hjá Elíasi - Hólmbert sneri aftur úr meiðslum
Elías Már og félagar eru að gera flotta hluti í hollensku úrvalsdeildinni
Elías Már og félagar eru að gera flotta hluti í hollensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson og félagar hans í hollenska liðinu NAC Breda unnu annan leik sinn í röð er þeir unnu Spörtu Rotterdam, 2-0, í úrvalsdeildinni í kvöld.

Breda er nýliði í deildinni og hefur heldur betur komið á óvart en liðið er í baráttu um Evrópusæti þegar deildin er tæplega hálfnuð.

Í dag vann liðið annan leik sinn í röð og spilaði Elías allan leikinn í fremstu víglínu.

Breda er í 7. sæti með 22 stig eftir fimmtán umferðir.

Hólmbert Aron Friðjónsson sneri aftur úr meiðslum er Preussen Munster tapaði fyrir Magdeburg, 2-1, í þýsku B-deildinni.

HK-ingurinn hafði ekki spilað í síðustu þremur leikjum Munster vegna meiðsla en lék síðasta stundarfjórðunginn í kvöld.

Hólmbert hefur skorað tvö mörk með liðinu á tímabilinu en bæði mörkin gerði hann í september.

Munster er í næst neðsta sæti með 12 stig úr fimmtán leikjum.
Athugasemdir
banner
banner