Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. janúar 2025 21:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski Ofurbikarinn: Yamal skoraði í sigri Barcelona - Gavi frábær
Mynd: Getty Images

Athletic 0 - 2 Barcelona
0-1 Gavi ('17 )
0-2 Lamine Yamal ('52 )


Barcelona er komið áfram í úrslit spænska Ofurbikarsins eftir sigur á Athletic Bilbao í Sádí-Arabíu í kvöld.

Gavi sá til þess að Barcelona var með forystuna í hálfleik þegar hann skoraði af stuttu færi.

Lamine Yamal snéri aftur í byrjunarliðið eftir að hafa misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Hann stimplaði sig inn með marki snemma í seinni hálfleik eftir undirbúning Gavi.

Barcelona mætir annað hvort Real Madrid eða Mallorca í úrslitum sem fara fram á sunnudaginn. Real Madrid og Mallorca eigast við annað kvöld.


Athugasemdir
banner
banner