Hægri bakvörðurinn Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning hjá Górnik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni en þetta var staðfest í dag.
Hinn 23 ára gamli Adam yfirgaf herbúðir Álasund í Noregi á dögunum og hann hefur nú fundið sér nýtt félag.
Hinn 23 ára gamli Adam yfirgaf herbúðir Álasund í Noregi á dögunum og hann hefur nú fundið sér nýtt félag.
Adam var á reynslu hjá Górnik Zabrze á dögunum og hann hefur nú gengið frá samningi.
Adam er uppalinn hjá Breiðabliki en auk Álasund hefur hann verið á mála hjá NEC Nijmegen í Hollandi og Nordsjælland í Danmörku á ferli sínum.
Górnik Zabrze er í næstneðsta sæti af sextán liðum í pólsku úrvalsdeildinni en neðri helmingur deildarinnar fer í sérstakt umspil um fall í vor.
Fleiri Íslendingar eru í pólska boltanum en vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson spilar með Jagiellonia Bialystok í 4. sæti í pólsku úrvalsdeildinni og Árni Vilhjálmsson spilar með Bruk-Bet Termalica Nieciecza sem er í níunda sæti í B-deildinni.
Tíðindi: Adam Örn Arnarson hefur gengið til liðs við pólska félagið Górnik Zabrze. Adam gerir eins og hálfs árs samning við félagið. pic.twitter.com/yMxM21eFV8
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) February 8, 2019
Athugasemdir