Erik ten Hag var spurður út í Anthony Martial sem hefur verið mikið meiddur á undanförnum árum. Martial er aðeins búinn að spila 9 úrvalsdeildarleiki fyrir Manchester United á tímabilinu.
Ten Hag hefur þó miklar mætur á framherjanum fjölhæfa sem hefur tekist að skora þrisvar og gefa tvær stoðsendingar í þessum níu leikjum.
„Hann hefur ekki ennþá verið í 100% ástandi á þessu tímabili en hefur samt verið að breyta leikjum þegar hann getur spilað. Við notum hann þó hann sé bara í 80, 85 eða 90% líkamsástandi því hann er mikilvægur. Við erum að gera okkar besta til að halda honum við góða heilsu og hann sömuleiðis," sagði Ten Hag á fréttamannafundi fyrir úrvalsdeildarleik kvöldsins gegn Leeds United.
„Ég held að Anthony sé sá leikmaður sem hefur eytt mestum tíma af öllum á æfingasvæðinu þetta tímabilið. Hann er að leggja allt sem hann getur í þetta en hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum. Markmiðið er að hjálpa honum að jafna sig endanlega af þessum meiðslavandræðum því þetta má ekki verða að rútínu. Við þurfum á honum að halda."
Martial hefur verið mikið notaður sem fremsti sóknarmaður hjá Man Utd eftir að hafa verið meiri kantmaður áður fyrr.
Martial er 27 ára gamall og á eitt ár og hálft ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana, sem er þó með innbyggðum möguleika á eins árs framlengingu.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 20 | 8 | +12 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Sunderland | 10 | 5 | 3 | 2 | 12 | 8 | +4 | 18 |
| 5 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 14 | +3 | 18 |
| 6 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 7 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 13 | -3 | 12 |
| 15 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |


