Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 08. febrúar 2024 17:51
Elvar Geir Magnússon
Bein lýsing
Þjóðadeildin: Sjáðu riðlana í öllum deildum
Icelandair
Ísland er í riðli með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi.
Ísland er í riðli með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Spánverjar eru ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar.
Spánverjar eru ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar.
Mynd: Getty Images
Skotar eru í A-deild.
Skotar eru í A-deild.
Mynd: Getty Images
Dregið var í Þjóðadeild UEFA í dag fimmtudaginn 8. febrúar, í París og fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu.

Ísland er í B-deildinni og lenti í riðli með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Ef Ísland vinnur sinn riðil í B-deildinni munum við komast upp í A-deildina. Ef Ísland endar í öðru sæti förum við í umspil gegn liði sem endaði í þriðja sæti í sínum riðli í A-deild um að spila í A-deildinni næst.

Ef Ísland endar í þriðja sæti förum við í umspil gegn liði úr C-deildinni um að halda okkur í B-deildinni. Ef við endum í neðsta sæti riðilsins föllum við í C-deildina.

Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir eru í öllum deildum Þjóðadeildarinnar:

A-DEILDIN

Riðill 1
Króatía
Portúgal
Pólland
Skotland

Riðill 2
Ítalía
Belgía
Frakkland
Ísrael

Riðill 3
Holland
Ungverjaland
Þýskaland
Bosnía

Riðill 4
Spánn
Danmörk
Sviss
Serbía

B-DEILDIN

Riðill 1
Tékkland
Úkraína
Albanía
Georgía

Riðill 2
England
Finnland
Írland
Grikkland

Riðill 3
Austurríki
Noregur
Slóvenía
Kasakstan

Riðill 4
Wales
Ísland
Svartfjallaland
Tyrkland

C-DEILDIN

Riðill 1
Svíþjóð
Aserbaidsjan
Slóvakía
Eistland

Riðill 2
Rúmenía
Kosóvó
Kýpur
Lítáen/Gíbraltar

Riðill 3
Lúxemborg
Búlgaría
Norður-Írland
Belarús

Riðill 4
Armenía
Færeyjar
Norður-Makedónía
Lettland

D-deildin:

Riðill 1
Litáen/Gíbraltar
San Marínó
Liechtenstein

Riðill 2
Moldóva
Malta
Andorra

   08.02.2024 17:40
Svona er riðill Íslands í Þjóðadeildinni - Sterkt lið úr fjórða potti

17:50
Takk fyrir að fylgjast með!
Þessari textalýsingu er lokið. Leikjaniðurröðun ætti að vera gefin út í kvöld. Bæ bæ!

Eyða Breyta
17:49
Svona er A-deildin:
Riðill 1
Króatía
Portúgal
Pólland
Skotland

Riðill 2
Ítalía
Belgía
Frakkland
Ísrael

Riðill 3
Holland
Ungverjaland
Þýskaland
Bosnía

Riðill 4
Spánn
Danmörk
Sviss
Serbía

Mynd: EPA

Spánverjar eru ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar.


Eyða Breyta
17:45
Byrjað er að draga í A-deildina og við birtum heildarniðurstöðuna eftir smástund...

Eyða Breyta
17:43
Juan Mata síðasti heiðursgesturinn - Hann aðstoðar við að draga í A-deildina
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
17:42
Ítrekum að svona er riðill Íslands:
Wales
Ísland
Svartfjallaland
Tyrkland

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
17:40
Riðill Íslands (Staðfestur): Wales, Ísland, Svartfjallaland, Tyrkland
Riðill 1
Tékkland
Úkraína
Albanía
Georgía

Riðill 2
England
Finnland
Írland
Grikkland

Riðill 3
Austurríki
Noregur
Slóvenía
Kasakstan

Riðill 4
Wales
Ísland
Svartfjallaland
Tyrkland

Eyða Breyta
17:39
Ísland í riðli með Wales og Svartfjallalandi, það á eftir að draga úr fjórða potti
Drátturinn úr þriðja potti

Riðill 1
Tékkland
Úkraína
Albanía

Riðill 2
England
Finnland
Írland

Riðill 3
Austurríki
Noregur
Slóvenía

Riðill 4
Wales
Ísland
Svartfjallaland

Eyða Breyta
17:36
DRÁTTURINN ÚR ÖÐRUM POTTI, ÍSLAND ER MEÐ WALES Í RIÐLI
Riðill 1
Tékkland
Úkraína

Riðill 2
England
Finnland

Riðill 3
Austurríki
Noregur

Riðill 4
Wales
Ísland

Eyða Breyta
17:36
Drátturinn úr fyrsta potti er svona:
Riðill 1
Tékkland

Riðill 2
England

Riðill 3
Austurríki

Riðill 4
Wales

Eyða Breyta
17:35
Við erum í potti tvö, byrjað verður að draga úr fyrsta potti


Eyða Breyta
17:33
Næsti heiðursgestur er Aleksandar Kolarov
Mynd: Getty Images

Er reyndar ekki ber að ofan heldur í glæsilegum jakkafötum.


Eyða Breyta
17:31
Næst verður dregið í B-deildina, þar sem Ísland er meðal liða
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
17:30
Svona er C-deildin
Riðill 1
Svíþjóð
Aserbaidsjan
Slóvakía
Eistland

Riðill 2
Rúmenía
Kosóvó
Kýpur
Lítáen/Gíbraltar

Riðill 3
Lúxemborg
Búlgaría
Norður-Írland
Belarús

Riðill 4
Armenía
Færeyjar
Norður-Makedónía
Lettland

Eyða Breyta
17:25
Byrjað að draga úr fyrsta potti og svo framvegis. Birtum heildarniðurstöðuna í þessari deild eftir smástund...

Eyða Breyta
17:24
Næsti heiðursgestur mættur
Mynd: Getty Images

Gríski Evrópumeistarinn Giorgos Karagounis mun aðstoða við að draga í C-deildina.

Eyða Breyta
17:23
Marchetti stýrir drættinum af sinni alkunnu snilld
Mynd: Getty Images

Hefur gert þetta með glæsibrag.

Eyða Breyta
17:21
Þá er næst komið að því að draga í C-deildinni
Pahars er farinn af sviðinu og spennandi að sjá hvaða heiðursgestur aðstoðar við að draga í C-deildina.

Eyða Breyta
17:20
Svona er botndeildin
D-deildin:

Riðill 1
Litháen/Gíbraltar
San Marínó
Liechtenstein

Riðill 2
Moldóva
Malta
Andorra

Eyða Breyta
17:18
Þá hefst drátturinn...
Við byrjum á D-deildinni

Eyða Breyta
17:16
Luis Figo er á svæðinu! Glæsilegur að vanda
Mynd: Getty Images


Eyða Breyta
17:13
Útskýringarmyndband
Nú er verið að fara yfir fyrirkomulagið á drættinum. Búið er að stækka keppnina með umspilsleikjum eins og ég útskýrði áðan.

Eyða Breyta
17:12
Marchetti er mættur á svið!
Fólk reis á fætur og klappaði. Gríðarlega vinsæll og veit af því.

Eyða Breyta
17:10
Fjórir heiðursgestir aðstoða við dráttinn
Marian Pahars er fyrst kynntur á svið. Lék 75 landsleiki fyrir Lettland og var síðan landsliðsþjálfari þjóðarinnar. Komst meðal annars í lokakeppni EM með liðinu.

Eyða Breyta
17:07
Nú er verið að spila myndband með tilþrifunum úr síðustu keppni
Það er Eurovision stemning í París og allir í stuði.

Eyða Breyta
17:06
Ceferin meðal gesta
Forseti UEFA er í salnum, hann gaf heldur betur frá sér stóra tilkynningu í morgun.

   08.02.2024 12:35
Óvænt yfirlýsing Ceferin - Ætlar að stíga af stóli 2027


Eyða Breyta
17:05
Þetta byrjar með stæl og það er stemning í salnum!
Mynd: UEFA



Eyða Breyta
17:02
Það er byrjað á tónlistaratriði!
Þjóðadeildarlagið geggjaða tekið með kammersveit og söngkonu. Gæsahúð alla leið.

Eyða Breyta
16:59
Giorgio Marchetti mun stýra drættinum
Mynd: Getty Images

Góðvinur okkar Marchetti sér að vanda um að draga. Bestur í heiminum að draga og aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist hjá honum.

Athöfnin er að hefjast!

Eyða Breyta
16:49
Dregið í borg ástarinnar


Eyða Breyta
16:47


Eyða Breyta
16:44
Svona er dagskráin
Eins og áður segir þá hefst útsendingin klukkan 17 en UEFA hefur rosalega gaman að því að teygja lopann. Við fáum örugglega ræður, langar útskýringar á drættinum og jafnvel dansatriði áður en dregið verður.

Fyrst verður dregið í D-deildinni og svo unnið sig upp. Við Íslendingar erum í B-deildinni.

Eyða Breyta
16:41
Mun Ísland komast upp í A-deild að nýju?
Hvernig virkar Þjóðadeildin?

Ef Ísland vinnur sinn riðil í B-deildinni munum við komast upp í A-deildina. Ef Ísland endar í öðru sæti förum við í umspil gegn liði sem endaði í þriðja sæti í sínum riðli í A-deild um að spila í A-deildinni næst.

Ef Ísland endar í þriðja sæti förum við í umspil gegn liði úr C-deildinni um að halda okkur í B-deildinni. Ef við endum í neðsta sæti riðilsins föllum við í C-deildina.

Eyða Breyta
16:33
Spennandi landsliðsár
Þetta gæti orðið hressandi landsliðsár. Þjóðadeildin verður leikin í september, október og nóvember. Vonandi munum við þó spila á EM áður en kemur að því verkefni. Í næsta mánuði mun Ísland spila í umspili um sæti á EM þar sem mótherjinn verður Ísrael í undanúrslitum og svo hreinn úrslitaleikur við Bosníu eða Úkraínu ef sá leikur fer vel.

   25.01.2024 11:23
Leikur Íslands og Ísrael fer fram í Búdapest (Staðfest)


Eyða Breyta
16:26
Minn óskariðill
Ég væri til í að sjá íslenska riðilinn svona:
England
Ísland
Írland
Grikkland

Eyða Breyta
16:24
Neðstu deildirnar:
Pottarnir í C-deild:

Fyrsti pottur: Rúmenía, Svíþjóð, Armenína, Lúxemborg

Annar pottur: Aserbaidsjan, Kosóvó, Búlgaría, Færeyjar

Þriðji pottur: Norður-Makedónía, Slóvakía, Norður-Írland, Kýpur

Fjórði pottur: Hvíta-Rússland, Litháen/Gíbraltar, Eistland, Lettland

Pottarnir í D-deild:

Fyrsti pottur: Litháen/Gíbraltar, Moldóva

Annar pottur: Malta, Andorra, San Marínó, Liechtenstein

Eyða Breyta
16:20
Þjóðadeildin skiptist í fjórar deildir
Líkt og í síðustu keppni er Ísland áfram í B-deildinni. Svona eru pottarnir í A-deildinni:

Pottarnir í A-deild:

Fyrsti pottur: Spánn, Króatía, Ítalía, Holland

Annar pottur: Danmörk, Portúgal, Belgía, Ungverjaland

Þriðji pottur: Sviss, Þýskaland, Pólland, Frakkland

Fjórði pottur: Ísrael, Bosnía, Serbía, Skotland

Eyða Breyta
16:15
Skotar eru í A-deild en Englendingar í B-deild
Mynd: Getty Images

Í fyrsta sinn eru Skotar í A-deildinni á meðan grannar þeirra Englendingar eru í B-deild eftir að hafa fallið í síðustu keppni.

Eyða Breyta
16:14
Rússar enn í banni
Mynd: Getty Images

Öll Evrópulöndin eru í pottinum fyrir utan Rússa sem eru enn í banni.

Eyða Breyta
16:12
Hvernig gæti riðill okkar orðið?
Ísland er í öðrum styrkleikaflokki í B-deild Þjóðadeildarinnar ásamt Finnlandi, Úkraínu og Noregi og getur því ekki verið í riðli með þeim. Hér að neðan er hægt að sjá alla styrkleikaflokka B-deildar.

Fyrsti pottur:
Austurríki
Tékkland
England
Wales

Annar pottur:
Finnland
Úkraína
Ísland
Noregur

Þriðji pottur:
Slóvenía
Írland
Albanía
Svartfjallaland

Fjórði pottur:
Georgía
Grikkland
Tyrkland
Kasakstan

   05.02.2024 10:03
Ísland leikur við England á Wembley í júní


Eyða Breyta
16:11
Góðan og gleðilegan dag!
Það er verið að fara að draga í París og við fylgjumst með stuðinu í beinni textalýsingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner