Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   lau 08. febrúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Luis Enrique og þrír mikilvægir leikmenn framlengja við PSG
Mynd: PSG
Luis Enrique, stjóri PSG, hefur framlengt samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2027.

Enrique tók við liðinu árið 2023 og gerði þá samning sem hefði runnið út um áramótin. Hann vann bæði deild og bikar á síðustu leiktíð og komst með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en félagið vill ná í þann stóra.

Gríðarlega mikilvægir leikmenn sömdu einnig við liðið en það eru þeir Achraf Hakimi, Vitinha og Nuno Mendes en þeir skrifuðu allir undir samning sem gildir út árið 2029.

Þá skrifaði einnig ungstirnið Yoram Zague undir samning sem gildir til ársins 2028. Ibrahim Mbaye og Naoufel El Hannach skrifuðu undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner