Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 08. mars 2017 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Rugluð endurkoma Barcelona
Dortmund og Barcelona áfram í 8-liða úrslit
Barcelona gafst ekki upp!
Barcelona gafst ekki upp!
Mynd: Getty Images
Aubameyang setti þrennu fyrir Dortmund.
Aubameyang setti þrennu fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund og Barcelona eru komin áfram í átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir leiki kvöldsins í keppninni. Bæði lið komu til baka eftir töp í fyrri leikjum sínum.

Stærri leikur kvöldsins var klárlega leikur Barcelona og Paris Saint Germain. Eins og frægt er orðið vann PSG fyrri leikinn í Frakklandi, 4-0, en Börsungar ætluðu ekki að gefast upp þrátt fyrir þau slæmu úrslit.

Luis Suarez kom Barcelona yfir strax á þriðju mínútu og þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan orðin 2-0, en annað mark Barcelona var sjálfsmark hjá Layvin Kurzawa.

Lionel Messi, einn besti fótboltamaður allra tíma, kom Barcelona í 3-0 með marki úr vítaspyrnu, en þá þurftu Börsungar aðeins eitt mark til viðbótar til þess að jafna einvígið. Staðan breyttist þó þegar Edinson Cavani skoraði fyrir PSG og minnkaði muninn í 3-1 á 62. mínútu.

Þá þurftu leikmenn Barcelona að skora þrjú mörk til þess að fara áfram og þeir gerðu það bara! Neymar kom Barcelona í 5-1 með tveimur mörkum undir lokin og þegar lítið var eftir gerði Sergi Roberto sjötta markið og kom Barcelona þannig áfram.

Ótrúleg endurkoma hjá Barcelona, svo ekki sé meira sagt! Í hinum leiknum sem var í kvöld, þá vann Dortmund 4-0 gegn Benfica á heimavelli. Benfica vann fyrri leikinn 1-0, en Dortmund kom til baka í kvöld og fer áfram. Pierre Emerick Aubameyang gerði þrennu fyrir Dortmund.

Borussia Dortmund 4 - 0 Benfica (Samtals: 4-1)
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('4 )
2-0 Christian Pulisic ('59 )
3-0 Pierre Emerick Aubameyang ('61 )
4-0 Pierre Emerick Aubameyang ('85 )

Barcelona 6 - 1 Paris Saint Germain (Samtals: 6-5)
1-0 Luis Suarez ('3 )
2-0 Layvin Kurzawa ('40 , sjálfsmark)
3-0 Lionel Andres Messi ('50 , víti)
3-1 Edinson Cavani ('62 )
4-1 Neymar ('88 )
5-1 Neymar ('90 , víti)
6-1 Sergi Roberto ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner