Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti leikmaður Ísrael líklega ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Manor Solomon í leik með Tottenham.
Manor Solomon í leik með Tottenham.
Mynd: EPA
Manor Solomon, stærsta stjarna Ísrael, verður líklega ekki með gegn Íslandi í umspilinu fyrir EM síðar í þessum mánuði.

Solomon hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Tottenham, síðan í september en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, tjáði sig nýverið um stöðuna á Solomon og sagði þá:

„Manor er á leið í rétta átt en hann er ekki nálægt því að snúa aftur í hópinn. Það er enn langt í land fyrir hann. Ég veit að þetta er pirrandi fyrir Manor."

Solomon, sem er 24 ára gamall, kantmaður spilaði báða leikina gegn Íslandi í Þjóðadeildinni 2022 og lagði hann upp í fyrri leiknum.

Leikur Íslands og Ísrael fer fram í Búdapest þann 21. mars næstkomandi en sigurliðið mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner