Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. apríl 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Eilíf æska Buffon
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, staðfesti „eilífa æsku" sína með frammistöðunni í 2-1 sigrinum gegn Napoli í gær.

Þetta segir í umfjöllun Il Corriere dello Sport um leikinn en Buffon fær mikið lof í ítölskum fjölmiðlum og Tuttosport gefur honum 8 í einkunn og velur hann sem mann leiksins.

Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði hjá Juventus en sigurinn í gær var nauðsynlegur í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Buffon varði allt sem á mark hans kom, nema vítaspyrnu.

Þá er honum hrósað fyrir stjórnunarhæfileika sína í gær en þessi 43 ára markvörður var settur í markið eftir að Wojciech Szczesny hefur verið mjög ósannfærandi að undanförnu og gert dýrkeypt mistök.

„Giovani Di Lorenzo, Lorenzo Insigne og Fabian Ruiz létu reyna á Buffon en hann staðfesti eilífa æsku sína," segir í ítölskum fjölmiðlum.

Juventus er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinna eftir sigurinn í gær.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner