Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   þri 08. apríl 2025 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Einkunnir Íslands: Bar af í mjög skrítnum leik
Icelandair
Karólína skoraði þrennu.
Karólína skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagný kom sterk inn af bekknum.
Dagný kom sterk inn af bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sveindís kom að tveimur mörkum.
Sveindís kom að tveimur mörkum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í stórskrítnum leik í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net úr leiknum.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - 6
Gat lítið gert í fyrstu tveimur mörkum Sviss og þriðja markið var misskilningur á milli hennar og Áslaugar Mundu. Varði vel undir lok leiksins.

Guðný Árnadóttir - 5
Byrjaði erfiðlega, eins og öll varnarlínan. En hún vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik.

Guðrún Arnardóttir - 5
Lenti í basli í fyrri hálfleiknum og líka aðeins á köflum í seinni. Ekki hennar besti dagur en hún varð betri eftir því sem leið á leikinn.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 5
Leit ekkert frábærlega út í fyrstu tveimur mörkunum sem Sviss skorar en gerði vel í að flikka boltanum í þriðja markinu sem var mjög mikilvægt.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 4
Gerði markaskorarann réttstæðan í fyrra markinu og var í vandræðum áður en hún fór út af í fyrri hálfleik. Bjargaði samt á línu sem var mjög vel gert.

Berglind Rós Ágústsdóttir - 4
Var frábær í síðasta leik en var í basli í dag áður en hún var tekin út af. Boltinn fer einhvern veginn í gegnum hana í öðru markinu. Fékk ekki tækifæri til að rífa einkunnina sína upp þar sem hún fór út af snemma.

Alexandra Jóhannsdóttir - 5
Var slök í fyrri hálfleiknum en vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik og þá var kominn kraftur sem hefði mátt vera í henni allan leikinn.

Hlín Eiríksdóttir - 4
Var svolítið týnd áður en hún var tekin af velli. Fann sig ekki nægilega vel í leiknum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 9
Þrenna og bjargar því að Ísland fari með eitt stig úr leiknum. Gaf Íslandi líf með marki úr aukaspyrnu og fylgdi því stórkostlega eftir í seinni hálfleik.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - 4
Sóknarlega var ekki að koma mikið frá Emilíu í dag og hún var ekki að eiga sinn besta dag áður en hún fór út af.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 6
Gerði frábærlega í öðru markinu sem var gríðarlega mikilvægt og átti langa innkastið sem þriðja markið kemur úr. Átti að skora í þessum leik.

Varamenn:
Dagný Brynjarsdóttir - 7
Átti virkilega góða innkomu sem hafði jákvæð áhrif á íslenska liðið.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 5
Gerði stór mistök í sjálfsmarkinu en vann sig mjög vel til baka eftir það og sýndi sterkan karakter.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 6
Sandra María Jessen - 6
Athugasemdir
banner
banner