City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 08. apríl 2025 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Icelandair
Ingibjörg í leiknum áðan.
Ingibjörg í leiknum áðan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Æi, ég er alveg stolt af liðinu að koma til baka en ég er aðallega svekkt af því að við byrjuðum leikinn svona. Ég skil ekki alveg hvað var í gangi, þetta var bara óboðlegt," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-3 jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti 0-2 undir snemma. „Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera og hvernig við ættum að laga þetta. Við náðum ekki að klukka þær og það vantaði alla orku sem við töluðum um fyrir leik."

„Svo náðum við að koma inn í þetta. Dagný og Munda komu inn með góða orku."

Íslenska liðið gerði tvöfalda skiptingu í fyrri hálfleik sem vakti liðið til lífsins.

„Við vitum alveg að við erum betri en Sviss en við þurfum að sýna það. Við þurfum að vera með baráttuna og taka ábyrgð. Það var ekki til staðar og þá verður þjálfarinn að gera breytingar. Hann hefði getað tekið margar út af," sagði Ingibjörg en hún vill að liðið sjái til þess að svona kafli - eins og sást fyrstu 30 mínúturnar - komi ekki fyrir aftur.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner