Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
Völsungur komið áfram í bikarnum - „Ekki var þetta fallegt"
Einbeitingin hjá Augnabliki fer á deildina: „Er það ekki klassíkin?"
Jóhann Birnir: Fagmannlega gert hjá okkur
Nik: Krossum fingur að hún geti spilað í sumar
Kristján Guðmunds: Fundum það bara strax og leikurinn byrjaði
Tekið mjög vel í Víkinni - „Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir"
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
   þri 08. apríl 2025 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Icelandair
Ingibjörg í leiknum áðan.
Ingibjörg í leiknum áðan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Æi, ég er alveg stolt af liðinu að koma til baka en ég er aðallega svekkt af því að við byrjuðum leikinn svona. Ég skil ekki alveg hvað var í gangi, þetta var bara óboðlegt," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-3 jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  3 Sviss

Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa og lenti 0-2 undir snemma. „Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera og hvernig við ættum að laga þetta. Við náðum ekki að klukka þær og það vantaði alla orku sem við töluðum um fyrir leik."

„Svo náðum við að koma inn í þetta. Dagný og Munda komu inn með góða orku."

Íslenska liðið gerði tvöfalda skiptingu í fyrri hálfleik sem vakti liðið til lífsins.

„Við vitum alveg að við erum betri en Sviss en við þurfum að sýna það. Við þurfum að vera með baráttuna og taka ábyrgð. Það var ekki til staðar og þá verður þjálfarinn að gera breytingar. Hann hefði getað tekið margar út af," sagði Ingibjörg en hún vill að liðið sjái til þess að svona kafli - eins og sást fyrstu 30 mínúturnar - komi ekki fyrir aftur.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner