Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   sun 08. maí 2022 17:30
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Alexander Aron: Þið takið boltann heim en Þór/KA taka stigin
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson
Alexander Aron Davorsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna kom í viðtal eftir 1-2 tap liðsins gegn Þór/KA í Mosfellsbænum í dag. 

"Ég sé þennan leik þannig að við vorum hörku góðar og geggjuð frammistaða hjá liðinu úti á vellinum og við opnuðum þær trekk í trekk en nýttum ekki færin okkar og ein hornspyrna og þær vinna leikinn. "


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Þór/KA

Leikurinn var jafn og spennandi og bæði lið hefðu getað stolið sigrinum. 

"Já, þetta er svolítið svekkjandi, það kom einn til mín eftir leikinn og sagði við mig þið takið boltann heim en Þór/KA taka stigin, það svona "súmmerar" þennan leik svolítið. "

Margir leikmenn Aftureldingar voru ekki með í leiknum í dag vegna meiðsla, Alexander Aron hafði þetta um meiðsla vandræði liðsins að segja:

"Staðan er bara þannig að leikmennirnir sem eru að spila núna er bara liðið okkar sko. Það er ekkert hægt að vera bíða og bíða, þannig að þetta er bara liðið sem við erum að tefla fram og hinir leikmennirnir koma bara þegar þær eru klárar og á meðan það er ekki svo þá keyrum við á okkar liði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner