Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Kovac og stjórn Dortmund flugu til Englands til að ræða við Bellingham
Mynd: EPA
Niko Kovac, þjálfari Borussia Dortmund, flaug ásamt stjórn félagsins til Bretlandseyja á dögunum til að ræða við föruneyti enska leikmannsins Jobe Bellingham, en þetta kemur fram í þýska miðlinum RN.

Bellingham, sem er 19 ára gamall, var á dögunum valinn besti ungi leikmaður ensku B-deildarinnar á tímabilinu og var þar að auki valinn í lið ársins.

Hann átti flott tímabil með Sunderland sem er komið í undanúrslit umspilsins.

Jobe er yngri bróðir Jude sem spilar með Real Madrid og enska landsliðinu, en hann gæti farið sömu leið og bróðirinn ef marka má frétt RN.

Þar kemur fram að Kovac, sem tók við þjálfun Dortmund á árinu, hafi flogið með stjórnarmönnum félagsins til Bretlandseyja til að ræða við föruneyti Bellingham.

Dortmund er talið leiða kapphlaupið um Englendinginn og meiri líkur en minni á að hann fari til þýska félagsins fyrir 20-25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner