Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endar stjarna Lille hjá ítölsku stórliði frekar en Arsenal eða United?
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum Sky Sports hafa ensk og ítölsk félög hafið viðræður við umboðsaðila Jonathan David um að ganga í raðir þeirra þegar hann verður samningslaus í sumar.

Ítölsku félögin Juventus og Inter Milan eru nefnd í umfjöllun Sky Sports í dag.

David er kanadískur framherji sem spilar með Lille í Frakklandi. Þar er hann liðsfélagið Hákonar Arnar Haraldssonar.

David hefur tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samninginn.

David hefur skorað 25 mörk og lagt upp 12 í 47 leikjum á tímabilinu í öllum keppnum.

Þar af skoraði hann sjö mörk og lagði upp tvö í Meistaradeildinni. Hann varð franskur meistari með Lille tímabilið 2020/21.

Hann er 25 ára og á að baki 61 landsleik og 32 landslismörk.

Hann hefur í vetur verið orðaður við Arsenal, Aston Villa, Manchester United og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner