Óskar Hafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sneri aftur á Kópavogsvöll á mánudaskvöld þegar Blikar og KR áttust við í ótrúlegum leik.
Breiðablik komst í 2-0 en KR jafnaði og komst svo í 2-3. Leikurinn endaði 3-3 þar sem Blikar jöfnuðu í uppbótartíma.
Breiðablik komst í 2-0 en KR jafnaði og komst svo í 2-3. Leikurinn endaði 3-3 þar sem Blikar jöfnuðu í uppbótartíma.
Óskar stýrði Breiðabliki frá 2020 til 2023 og gerði Blika að Íslandsmeisturum einu sinni. Undir hans stjórn varð Breiðblik einnig fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Hann var látinn fara frá Blikum í miðri Evrópukeppni þar sem hann var að taka við Haugesund í Noregi, eitthvað sem hann var ekki sáttur með.
Óskar var eftir leikinn á mánudag spurður að því hvernig hefði verið að snúa aftur á fornar slóðir.
„Það var alveg sérstakt að koma hérna. Hér var ég í fjögur ár og átti frábæran tíma með mörgu fólki. Það var gaman að hitta það en svo voru sumir sem maður hafði ekki nokkurn áhuga á að hitta," sagði Óskar.
„Þegar leikurinn byrjar er þetta samt bara eins og hver annar leikur. Þú ert með frábæra stuðningsmenn fyrir aftan þig og svo er þjálfarinn í hinu liðinu hinum megin. Þú getur alveg eins verið á Ólafsvíkurvelli þegar leikurinn er byrjaður."
„En fyrir leik var þetta sérstakt," sagði Óskar.
Halldór Árnason er fyrrum aðstoðarmaður Óskars til margra ára en hann stýrir í dag Breiðabliki. Hvernig var fyrir hann að mæta sínum gamla samstarfsfélaga?
„Við spjölluðum fyrir leik. Svo voru bara tvö ellefu manna lið og fókusinn var þar. Hans handbragð er svo sannarlega á KR-liðinu og virkilega gaman að sjá það. Ég á örugglega eftir að horfa á þennan leik seinna og finnast hann skemmtilegur en núna er ég pirraður," sagði Dóri.
Athugasemdir