Heimild: Vísir
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, fór meiddur af velli á 78. mínútu þegar Víkingur vann 3-2 sigur gegn Fram í Bestu deildinni í gær.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson varamarkvörður lék lokakafla leiksins en meiðsli Ingvars eru ekki alvarleg.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson varamarkvörður lék lokakafla leiksins en meiðsli Ingvars eru ekki alvarleg.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 Fram
„Þetta var bara einhver stífleiki framan í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé alvarlegt. Ég býst ekki við að þetta sé langur tími. Stefnan er að vera klár í næsta leik," segir Ingvar í samtali við Vísi.
Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar eftir fimm umferðir en liðið er með tíu stig líkt og Breiðablik og Vestri. Víkingur leikur næst gegn FH á sunnudaginn.
Athugasemdir