„Ég myndi segja að frammistaða minna manna í dag hafa verið virkilega góð í 60 mínútur í dag. Fyrstu 30 mínúturnar voru ekki nægilega góðar. Þeir þrýstu okkur niður og við vorum ekki eins góðir pressunni og við ætluðum okkur að vera. En það breytist eftir 2-0 markið, eftir það erum við mjög flottir það sem eftir lifir leiks. Við minnkum muninn rétt fyrir hálfleik og ætlum að jafna sem við náum ekki. Við minnkum svo aftur muninn í restina og þá voru 9 mínútur eftir, það er mikill tími. Við pressuðum þá alveg fram á síðustu sekúndu í að ná fram jöfnunarmarki.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir tap sinna manna gegn Víkingum í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 Fram
Hvað hefði þurft að gerast svo staðan yrði 2-2 en ekki 3-1 í seinni hálfleiknum?
„Mér fannst við ekki koma boltanum nægilega oft inn í vítateiginn. Við vorum að koma okkur í góðar stöður í fyrri hálfleiknum en ekki í þeim síðari. Meðan það er bara eitt mark í þessu er þetta alltaf leikur. Við vissum að um leið og þeir fengu eina góða skyndisókn, eins og þeir skoruðu úr í 3-1, þá vissum við að þetta væri að fara vera erfitt. Við komum samt til baka og héldum áfram sem ég er stoltur af.“
Hvað þarf Fram að gera til þess að fara að tengja saman sigra en ekki vinna og tapa svo til skiptis?
„Það er bara að halda áfram að æfa vel og gera vel það sem við erum að gera. Við erum mjög nálægt því að ná hér í stig en fáir búist við því væntanlega. Við vitum hvað við getum og við vitum að við getum bætt okkur. Við þurfum að verjast betur en í dag. Víkingur er gott lið og við vissum að þeir myndu skora mörk en það var full mikið að fá á sig þrjú kannski.“
Hvað hefur Gummi Magg, fyrirliði Fram, að segja um það að setja á bekknum annan leikinn í röð?
„Hann er bara hluti af hópnum eins og allir aðrir. Við höfum átt gott samtal ég og Gummi. Auðvitað var hann óheppinn því hann var í toppformi þegar mótið byrjaði og hefði byrjað fyrsta leik ef hann hefði ekki meitt sig þá er einhver annar sem fær sénsinn. Við höfum átt gott samtal. Hann eins og aðrir sem eru ekki í hóp eða ekki á bekk. Við þurfum að hafa breidd því það koma meiðsli og leikbönn.“
Hvernig metur Rúnar byrjunina á mótinu?
„Ég er ekkert sérstaklega sáttur með 6 stig eftir 5 leiki. Í þessum 5 leikjum höfum við spilað við Breiðablik og Víking sem eru talin vera bestu liðin í deildinni fyrir mót, hvort sem það er rétt eða ekki. Ekki margir sem voru að reikna með því að við værum að fara að taka stig af þeim. En nú þurfum við að gera betur því við erum að fara að spila við lið sem við teljum okkur geta unnið. En það er aldrei neitt sérstaklega betra, það er líka erfitt. Við eigum erfiðan útileik í næsta leik á móti Stjörnunni. Við þurfum að halda áfram ég er ánægður með strákana og hugafarið. Ég sé að við eigum alveg bjarta framtíð.“
Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir