Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   þri 06. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonbrigði fyrir Inter Miami - „Róm var ekki byggð á einum degi"
Mynd: EPA
Inter Miami batt enda á þriggja leikja taphrinu um helgina þegar liðið vann NY Red Bulls 4-1 þar sem Luis Suarez og Lionel Messi skoruðu m.a. sitt markið hvor.

Undanfarnar vikur hafa verið mikil vonbrigði fyrir félagið en liðið tapaði samanlagt 5-1 gegn Vancouvar Whitecaps í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Javier Mascherano, stjóri liðsins, hefur ekki miklar áhyggjur af tapinu í Meistaradeildinni.

„Ég og leikmenn erum pirraðir að hafa ekki komist í úrslit. Við verðum hins vegar að muna að Inter Miami hefur ekki fengið mörg tækifæri á því að spila svona leiki, við erum enn að læra. Úrslitin koma, Róm var ekki byggð á einum degi," sagði Mascherano.
Athugasemdir
banner
banner