Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, gæti verið skotmarkið hjá Al Hilal í Sádi-Arabíu þetta sumarið. Samkvæmt Daily Mail er félagið að skoða að leggja fram risatilboð í þennan langbesta leikmann United.
Sögunni fylgir að United hafi engan áhuga á því að selja miðjumanninn.
Sögunni fylgir að United hafi engan áhuga á því að selja miðjumanninn.
Fréttaflutningur frá Sádi er á þá leið að umboðsaðilar Fernandes hafi rætt við Al Hilal í gær.
Þá er einnig sagt að það hafi verið samskipti milli félagsins og Fernandes í fyrra áður en hann svo skrifaði undir framlengingu á samningi sínum á Old Trafford.
Í mars var Fernandes orðaður við Real Madrid og í kjölfarið sagði Ruben Amorim, stjóri United, að landi sinn myndi ekki fara frá félaginu.
Portúgalinn hefur skorað 19 mörk á tímabilinu og lagt upp 18 í öllum keppnum.
Athugasemdir