U16 landslið karla spilar við Tékkland í lokaleik sínum á þróunarmóti UEFA sem haldið er í Svíþjóð.
Ísland er í afar sterkum riðli en Tékkland virðist vera sterkasta liðið í riðlinum.
Strákarnir okkar byrjuðu á 2-0 sigri gegn Sviss en steinlágu svo gegn heimamönnum í liði Svía, 5-0.
Tékkar hafa aftur á móti sigrað báða leiki sína hingað til, 3-0 gegn Svíþjóð og 3-1 gegn Sviss.
Leikurinn hefst klukkan 10:00 að íslenskum tíma.
1. Tékkland 6 stig 6-1
2. Svíþjóð 3 stig 5-3
3. Ísland 3 stig 2-5
4. Sviss 0 stig 1-5
Athugasemdir