Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 15:45
Elvar Geir Magnússon
Milinkovic-Savic aftur til Man Utd?
 Vanja Milinkovic-Savic.
Vanja Milinkovic-Savic.
Mynd: EPA
Serbneski markvörðurinn Vanja Milinkovic-Savic gæti snúið aftur til Manchester United en þetta segir ítalski félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Milinkovic-Savic var hjá Manchester United en hann gekk í raðir félagsins frá Vojvodina 2014, þá 17 ára gamall. Hann lék hinsvegar aldrei formlegan leik fyrir United en vandamál voru með atvinnuleyfi fyrir hann.

Í dag spilar hann fyrir Torino á Ítalíu og hefur átt mjög gott tímabil, alls haldið marki sínu hreinu í tíu leikjum.

Eldri bróðir hans, Sergej Milinkovic-Savic, var lengi ein helsta stjarna Lazio en miðjumaðurinn spilar nú í Sádi-Arabíu.

Markvarðarstaðan hjá Manchester United hefur verið talsvert til umræðu. Frammistaða Andre Onana hefur verið misjöfn og eftir dýrkeypt mistök var Altay Bayindir settur í markið um tíma en talið er að hann sé ekki nægilega öflugur til að verða aðalmarkvörður liðsins.

Manchester United er sagt hafa stigið fyrsta skrefið í viðræðum um að fá Vanja Milinkovic-Savic.
Athugasemdir
banner
banner