
Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir sem leikur með liði Madrid CFF er heldur betur illa leikin eftir olnbogaskot síðasta sunnudag.
Madrídarliðið tapaði 1-2 gegn Levante Badalona en atvikið átti sér stað á 30. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.
Hildur er búin að fara í myndatöku og er ekki brotin sem eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem fer á EM í Sviss í júlí.
Atvikið má sjá hér að neðan.
???? Hildur Antonsdóttir pic.twitter.com/FBanSdkIWJ
— Madrid CFF (@MadridCFF) May 4, 2025
Athugasemdir