Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 05. maí 2025 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Óskar Hrafn fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld.
Óskar Hrafn fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar fagna marki í leiknum.
KR-ingar fagna marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara frábær," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 3-3 jafntefli gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var hreint út sagt ótrúlegur.

„Við vorum búnir að koma okkur í erfiða stöðu. Þessi tvö mörk hjá Blikunum voru fylgifiskur byrjunarinnar á seinni hálfleik, en við kunnum ekki að gefast upp. Við kunnum ekki að hætta. Ég held að menn hafi séð það í byrjun þessa mót að við vitum ekki hvort eða hvenær við erum sigraðir. Við kunnum ekki að hætta."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

Það er alls ekki auðvelt að koma á heimili Íslandsmeistarana og koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Þetta ber vott um ofboðslega sterka liðsheild og sterkan karakter. Og ekki síður trú. Það hefði verið rúsínan í pylsuendanum að klára leikinn með sigri, en við vorum bara að leita að fjórða markinu. Því miður náðum við því ekki inn þó við fengum tækifæri til þess. Við stöndum hátt og þeir eru með gæði. Þegar þú ert að byrja svona vegferð, þá ertu alltaf að leita að svörum. Ég held að við höfum fengið fullt af svörum í þessum leik."

Af hverju ertu að leita að fjórða markinu í stöðunni 3-2 þegar það er bara uppbótartími eftir?

„Vegna þess að það er bara það sem við erum. Þar liggur sjálfsmynd okkar, að sækja. Ég hef vísað í Hernán Cortés þegar hann brenndi skip 1519 fyrir utan strendur Mexíkó. Menn höfðu ekkert val, þeir þurftu að fara upp á land og sigra asteka í mikilli undirtölu. Það gildir það sama um þetta. Ég talaði við konuna mína í síðustu viku og hún spurði þar sem við vorum að fara að mæta Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli hvort við ætluðum ekki að fara varkárt inn í leikinn? Ég leit aftur fyrir mig og spurði hana hvort hún sæi einhver skip. Hún sá engin skip. Þá var því svarað, við erum búnir að brenna skipin. Við munum ekki fara niður nema einhver þrýsti okkur niður af krafti eða gæðum sem gerðist í einhverjar þrjár eða fjórar mínútur undir lokin í dag."

„Ég veit að einhverjir hefðu viljað að við hefðum lagt rútunni og haldið, en það erum ekki við," sagði Óskar.

Þetta skemmtilega viðtal má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um endurkomu sína á Kópavogsvöll.
Athugasemdir
banner
banner