„Tilfinningin er bara frábær," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 3-3 jafntefli gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var hreint út sagt ótrúlegur.
„Við vorum búnir að koma okkur í erfiða stöðu. Þessi tvö mörk hjá Blikunum voru fylgifiskur byrjunarinnar á seinni hálfleik, en við kunnum ekki að gefast upp. Við kunnum ekki að hætta. Ég held að menn hafi séð það í byrjun þessa mót að við vitum ekki hvort eða hvenær við erum sigraðir. Við kunnum ekki að hætta."
„Við vorum búnir að koma okkur í erfiða stöðu. Þessi tvö mörk hjá Blikunum voru fylgifiskur byrjunarinnar á seinni hálfleik, en við kunnum ekki að gefast upp. Við kunnum ekki að hætta. Ég held að menn hafi séð það í byrjun þessa mót að við vitum ekki hvort eða hvenær við erum sigraðir. Við kunnum ekki að hætta."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 3 KR
Það er alls ekki auðvelt að koma á heimili Íslandsmeistarana og koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.
„Þetta ber vott um ofboðslega sterka liðsheild og sterkan karakter. Og ekki síður trú. Það hefði verið rúsínan í pylsuendanum að klára leikinn með sigri, en við vorum bara að leita að fjórða markinu. Því miður náðum við því ekki inn þó við fengum tækifæri til þess. Við stöndum hátt og þeir eru með gæði. Þegar þú ert að byrja svona vegferð, þá ertu alltaf að leita að svörum. Ég held að við höfum fengið fullt af svörum í þessum leik."
Af hverju ertu að leita að fjórða markinu í stöðunni 3-2 þegar það er bara uppbótartími eftir?
„Vegna þess að það er bara það sem við erum. Þar liggur sjálfsmynd okkar, að sækja. Ég hef vísað í Hernán Cortés þegar hann brenndi skip 1519 fyrir utan strendur Mexíkó. Menn höfðu ekkert val, þeir þurftu að fara upp á land og sigra asteka í mikilli undirtölu. Það gildir það sama um þetta. Ég talaði við konuna mína í síðustu viku og hún spurði þar sem við vorum að fara að mæta Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli hvort við ætluðum ekki að fara varkárt inn í leikinn? Ég leit aftur fyrir mig og spurði hana hvort hún sæi einhver skip. Hún sá engin skip. Þá var því svarað, við erum búnir að brenna skipin. Við munum ekki fara niður nema einhver þrýsti okkur niður af krafti eða gæðum sem gerðist í einhverjar þrjár eða fjórar mínútur undir lokin í dag."
„Ég veit að einhverjir hefðu viljað að við hefðum lagt rútunni og haldið, en það erum ekki við," sagði Óskar.
Þetta skemmtilega viðtal má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Óskar ræðir meðal annars um endurkomu sína á Kópavogsvöll.
Athugasemdir