Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Skipti á fimm kílóum af fiski fyrir miða á leikinn
Ulrik Saltnes skoraði mark Bodö/Glimt í fyrri leiknum.
Ulrik Saltnes skoraði mark Bodö/Glimt í fyrri leiknum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Norðmaður skipti á fimm kílóum af fiski fyrir miða á seinni leik Bodö/Glimt og Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer annað kvöld.

Um 50 þúsund stuðningsmenn voru að sækjast eftir aðeins um 480 miðum sem voru eftir á leikinn.

Torbjörn Eide, framleiðslustjóri í fiskeldisstöð, náði ekki að tryggja sér miða og bauð fimm kíló af fiski, að verðmæti rúmlega 30 þúsund íslenskum krónum, í skiptum fyrir miða.

Maður sem heiti Öystein Aanes átti aukamiða á leikinn því bróðir hans kemst ekki og hann tók tilboðinu.

Þá ákvað maður að nafni Nils Erik Oskal að reyna að leika sama leik og bauð fimm kíló af hreindýrakjöti fyrir miða á leikinn.

Tottenham vann fyrri leikinn 3-1 en Bodö/Glimt hefur náð mögnuðum árangri í Evrópu.

Bodö/Glimt kemur frá norskum fiskibæ. Liðið varð norskur meistari í fyrsta sinn 2020 og þar hófst ótrúlegt velgengnisskeið. Liðið sló ítalska stórliðið Lazio út í 8-liða úrslitum og er fyrsta norska liðið sem kemst í undanúrslit í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner