Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
Segir tímabilið lélegt - „Hélt að við myndum ekki ná umspilssæti fyrir sex umferðum“
Upphitun fyrir úrslit Fótbolti.net bikarsins: Gunnar vs Gunnar
„Gefur okkur voða lítið að hafa unnið þá tvisvar í sumar“
Töpuðu úrslitaleiknum í fyrra: „Menn vilja ekki upplifa þá tilfinningu aftur“
Hemmi fyrir úrslitaleikinn: Hungrið yfirstígur aldurinn
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
   mán 05. maí 2025 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki í kvöld.
Blikar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær skemmtun fyrir áhorfendur, þreytt úrslit fyrir sennilega báða þjálfara," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Breiðablik tók 2-0 forystu í leiknum en missti það niður í 2-3. Svo jöfnuðu þeir í lokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

„Það er svekkelsi að kasta þessu frá okkur. Mér fannst við spila leikinn vel heilt yfir. Við spiluðum ágætlega út úr pressunni og fengum góðar stöðu. Við skoruðum tvö góð mörk en eftir það leysa þeir leikinn upp og þá fannst mér við geta gert betur."

Voru þínir menn stressaðir eða hræddir þegar KR minnkar muninn í 2-1?

„Mér finnst við ekki bregðast vel við því. Leikurinn gjörbreytist. Þeir fara að nota Eið Gauta meira sem uppspilspunkt í gegnum Halldór. Við hleypum Halldór of ofarlega þegar hann var að setja boltann langt upp á Eið. Þá voru þeir nær markinu okkar sem var algjör óþarfi. Þeir urðu djarfari í pressu og þá ætluðu menn beint í gegn, í staðinn fyrir að hreyfa boltann og særa þá á réttum stundum. Mér finnst við bregðast illa við breytingunum þeirra."

Breiðablik kastaði einnig frá sér 2-0 forystu gegn Fram um daginn.

„Þetta er svipaður spírall. Ég veit ekki hvort við verðum undir í baráttunni en þeir koma sér hærra á völlinn með færri sendingum. Ég þarf að skoða þetta aftur en þetta eru fráköst og seinni boltar eftir horn. Það þarf að taka hvern leik fyrir sig. Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg. Þetta var frábær leikur, tvö frábær sóknarlið að berjast," sagði Dóri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Dóri ræðir meira um leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner