Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
Orri Hrafn: Hausinn var á KR frá fyrsta augnabliki
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Óskar Hrafn: Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Lárus Orri: Heimir er að kveikja í pleisinu
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Voru að reyna læra af Arnari - „Stundum þarf maður að suffera og mér fannst við gera það"
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Jaðarsólin er erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
   mán 05. maí 2025 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki í kvöld.
Blikar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær skemmtun fyrir áhorfendur, þreytt úrslit fyrir sennilega báða þjálfara," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Breiðablik tók 2-0 forystu í leiknum en missti það niður í 2-3. Svo jöfnuðu þeir í lokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

„Það er svekkelsi að kasta þessu frá okkur. Mér fannst við spila leikinn vel heilt yfir. Við spiluðum ágætlega út úr pressunni og fengum góðar stöðu. Við skoruðum tvö góð mörk en eftir það leysa þeir leikinn upp og þá fannst mér við geta gert betur."

Voru þínir menn stressaðir eða hræddir þegar KR minnkar muninn í 2-1?

„Mér finnst við ekki bregðast vel við því. Leikurinn gjörbreytist. Þeir fara að nota Eið Gauta meira sem uppspilspunkt í gegnum Halldór. Við hleypum Halldór of ofarlega þegar hann var að setja boltann langt upp á Eið. Þá voru þeir nær markinu okkar sem var algjör óþarfi. Þeir urðu djarfari í pressu og þá ætluðu menn beint í gegn, í staðinn fyrir að hreyfa boltann og særa þá á réttum stundum. Mér finnst við bregðast illa við breytingunum þeirra."

Breiðablik kastaði einnig frá sér 2-0 forystu gegn Fram um daginn.

„Þetta er svipaður spírall. Ég veit ekki hvort við verðum undir í baráttunni en þeir koma sér hærra á völlinn með færri sendingum. Ég þarf að skoða þetta aftur en þetta eru fráköst og seinni boltar eftir horn. Það þarf að taka hvern leik fyrir sig. Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg. Þetta var frábær leikur, tvö frábær sóknarlið að berjast," sagði Dóri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Dóri ræðir meira um leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner