Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 05. maí 2025 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna marki í kvöld.
Blikar fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær skemmtun fyrir áhorfendur, þreytt úrslit fyrir sennilega báða þjálfara," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli gegn KR í Bestu deildinni í kvöld.

Breiðablik tók 2-0 forystu í leiknum en missti það niður í 2-3. Svo jöfnuðu þeir í lokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

„Það er svekkelsi að kasta þessu frá okkur. Mér fannst við spila leikinn vel heilt yfir. Við spiluðum ágætlega út úr pressunni og fengum góðar stöðu. Við skoruðum tvö góð mörk en eftir það leysa þeir leikinn upp og þá fannst mér við geta gert betur."

Voru þínir menn stressaðir eða hræddir þegar KR minnkar muninn í 2-1?

„Mér finnst við ekki bregðast vel við því. Leikurinn gjörbreytist. Þeir fara að nota Eið Gauta meira sem uppspilspunkt í gegnum Halldór. Við hleypum Halldór of ofarlega þegar hann var að setja boltann langt upp á Eið. Þá voru þeir nær markinu okkar sem var algjör óþarfi. Þeir urðu djarfari í pressu og þá ætluðu menn beint í gegn, í staðinn fyrir að hreyfa boltann og særa þá á réttum stundum. Mér finnst við bregðast illa við breytingunum þeirra."

Breiðablik kastaði einnig frá sér 2-0 forystu gegn Fram um daginn.

„Þetta er svipaður spírall. Ég veit ekki hvort við verðum undir í baráttunni en þeir koma sér hærra á völlinn með færri sendingum. Ég þarf að skoða þetta aftur en þetta eru fráköst og seinni boltar eftir horn. Það þarf að taka hvern leik fyrir sig. Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg. Þetta var frábær leikur, tvö frábær sóknarlið að berjast," sagði Dóri.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Dóri ræðir meira um leik kvöldsins.
Athugasemdir
banner