Manchester United er að skoða markmannsmálin hjá sér. Félagið vill ekki eyða of miklu í stöðuna í komandi sumarglugga og er því að skoða hvort það eigi að bjóða varamarkmanninum Tom Heaton eins árs framlengingu á samningi sínum.
United er sagt skoða að selja aðalmarkmanninn Andre Onana og fá inn nýjan markmann í sumar.
Heaton, sem er 39 ára, rennur út á samningi í sumar. Það stefndi allt í að Heaton myndi leggja hanskana á hilliuna í sumar en United skoðar að reyna lengja feril Heaton um eitt ár til viðbótar.
United er sagt skoða að selja aðalmarkmanninn Andre Onana og fá inn nýjan markmann í sumar.
Heaton, sem er 39 ára, rennur út á samningi í sumar. Það stefndi allt í að Heaton myndi leggja hanskana á hilliuna í sumar en United skoðar að reyna lengja feril Heaton um eitt ár til viðbótar.
Heaton er uppalinn hjá United, hann varð 39 ára í síðasta mánuði og er möguleiki á því að hann snúi sér að þjálfun eftir ferilinn. meira en 20 ár eru frá því að hann kom upp í gegnum unglingalið United.
Hann er fyrrum landsliðsmaður og átti góð ár hjá bæði Burnley og Aston Villa áður en hann sneri aftur á Old Trafford sumarið 2021.
Hann er þriðji markmaður United í dag, á eftir þeim Onana og Altay Bayindir. Frá endurkomu sinni hefur Heaton spilað þrjá keppnisleiki með United og spilaði með U21 liðinu í neðri deilda bikarnum í vetur.
Hann þykir vinsæll í klefanum og á hann í góðu sambandi við fyrirliðann Bruno Fernandes.
Athugasemdir