Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Firmino maður keppninnar þegar Al-Ahli vann Meistaradeild Asíu
Firmino var valinn maður mótsins.
Firmino var valinn maður mótsins.
Mynd: EPA
Al-Ahli frá Sádi-Arabíu vann Meistaradeild Asíu í fyrsta sinn um síðustu helgi þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Kawasaki Frontale frá Japan í úrslitaleik.

Al-Ahli er með stjörnum prýtt lið. Þaar má meðal annars finna Edouard Mendy, Ivan Toney, Riyad Mahrez og Roberto Firmino sem lesendur þekkja úr ensku úrvalsdeildinni.

Firmino er fyrrum leikmaður Liverpool en hann var valinn maður mótsins eftir að hafa skorað sex mörk. Hann lék lylkilhlutverk í úrslitaleiknum þar sem hann lagði upp bæði mörkin.

Firmino var ekki skráður í leikmannahóp síns liðs í deildinni í Sádi-Arabíu vegna útlendingakvóta en þær reglur gilda ekki í Meistaradeildinni.

Mörkin má sjá með því að smella hér en Brasilíumaðurinn Galeno skoraði það fyrra með stórglæsilegu skoti. Franck Kessie skoraði það seinna með skalla.
Athugasemdir
banner