Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Enrique skaut létt á gagnrýnendur
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, mátti til með að grínast aðeins með þann stimpil sem franska deildin hefur fengið á sig síðustu ár eftir að PSG vann Arsenal og komst í úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Oft hefur verið talað um frönsku deildina sem „bændadeild“, en þá er átt við að þar séu einungis fótboltamenn að sinna þessu sem áhugamáli og að stjörnur nái frekar að skína þar enda sé það að mæta töluvert slakari andstæðingum en má tildæmis finna á Englandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi.

Hann var spurður út í sigurinn á Arsenal og hvernig það hafi verið að vinna þrjú ensk úrvalsdeildarfélög á leið inn í úrslitin og náði Enrique að skjóta aðeins á gagnrýnendur.

„Við erum í 'bændadeildinni' er það ekki? Við erum þar, en jú auðvitað er þetta notalegt. Ekki bara úrslitin heldur allt hrósið sem við höfum fengið,“ sagði Enrique.

PSG er á leið í úrslit í annað sinn í sögu félagsins, en árið 2020 tapaði það fyrir Bayern München fyrir luktum dyrum vegna Covid-faraldursins.
Athugasemdir
banner