Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Sædís skoraði og lagði upp tvö í stórsigri - Daníela Dögg einnig á skotskónum
Kvenaboltinn
Sædís Rún átti frábæran leik í liði Vålerenga
Sædís Rún átti frábæran leik í liði Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníela Dögg Guðnadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir voru báðar á skotskónum í norska bikarnum í kvöld.

Sædís Rún átti stórleik í 7-1 sigri Vålerenga á Sandefjord í 32-liða úrslitum.

Hún lagði upp fyrsta mark leiksins og átti síðan aðra stoðsendingu í þriðja marki liðsins.

Landsliðskonan fullkomnaði leik sinn með marki á 57. mínútu er hún mætti á fjær og kláraði vel. Frábær leikur hjá Sædísi sem spilar stórt hlutverk hjá norsku meisturunum.

Daníela Dögg kom inn á sem varamaður hjá Álasund sem vann Marie Jóhannsdóttur og stöllur hennar í Molde, 8-0. Daníela kom inn á í hálfleik og skoraði sjötta mark Álasunds. Marie var ekki í hóp hjá Molde í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner