Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 07. maí 2025 22:40
Tryggvi Guðmundsson
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
,,Snýst bara um að það sé ekkert helvítis vanmat"
Kvenaboltinn
Jón Óli.
Jón Óli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög glaður, eftir vont tap í Njarðvík þar sem við töpuðum tveimur stigum sem ég hefði viljað hafaa, en við svöruðum vel í dag og það er fagnaðarefni," segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur á Gróttu í 2. umferð Lengjudeildar kvenna.

Aðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum voru skemmtilegar í dag, veðrið var gott og völlurinn blautur.

Lestu um leikinn: ÍBV 5 -  1 Grótta

„Stórkostlegar aðstæður og það hlýtur hver einasti leikmaður að hafa notið þess að spila fótbolta í dag."

Olga Sevcova skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag. Jón Óli var hins vegar spurður út í miðjumanninn Ally Clark sem lagði upp tvö mörk í dag og var valin best á vellinum.

„Hún tekur mikið til sín, hefur verið að leggja upp mörk fyrir okkur. Hún er frábær leikmaður og hún, sem og hinir tveir Ameríkanarnir, falla mjög vel inn í hópinn."

Næsti leikur hjá ÍBV verður gegn 2. deildar liði Völsungs á sunnudag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Jón Óli var spurður hvort það væri skyldusigur.

„Völsungsliðið er gott, mitt lið á bara einfaldlega að vera betra. Auðvitað ætlast maður til þess að við vinnum þennan leik, en ég veit að við fáum alvöru fótboltaleik og þetta snýst bara um að leikmenn gíri sig rétt upp og það sé ekkert helvítis vanmat við þetta," sagði Jón Óli að lokum.
Athugasemdir
banner