Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   mið 07. maí 2025 22:40
Tryggvi Guðmundsson
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
,,Snýst bara um að það sé ekkert helvítis vanmat"
Kvenaboltinn
Jón Óli.
Jón Óli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög glaður, eftir vont tap í Njarðvík þar sem við töpuðum tveimur stigum sem ég hefði viljað hafaa, en við svöruðum vel í dag og það er fagnaðarefni," segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur á Gróttu í 2. umferð Lengjudeildar kvenna.

Aðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum voru skemmtilegar í dag, veðrið var gott og völlurinn blautur.

Lestu um leikinn: ÍBV 5 -  1 Grótta

„Stórkostlegar aðstæður og það hlýtur hver einasti leikmaður að hafa notið þess að spila fótbolta í dag."

Olga Sevcova skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag. Jón Óli var hins vegar spurður út í miðjumanninn Ally Clark sem lagði upp tvö mörk í dag og var valin best á vellinum.

„Hún tekur mikið til sín, hefur verið að leggja upp mörk fyrir okkur. Hún er frábær leikmaður og hún, sem og hinir tveir Ameríkanarnir, falla mjög vel inn í hópinn."

Næsti leikur hjá ÍBV verður gegn 2. deildar liði Völsungs á sunnudag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Jón Óli var spurður hvort það væri skyldusigur.

„Völsungsliðið er gott, mitt lið á bara einfaldlega að vera betra. Auðvitað ætlast maður til þess að við vinnum þennan leik, en ég veit að við fáum alvöru fótboltaleik og þetta snýst bara um að leikmenn gíri sig rétt upp og það sé ekkert helvítis vanmat við þetta," sagði Jón Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner