Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
   mið 07. maí 2025 22:40
Tryggvi Guðmundsson
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
,,Snýst bara um að það sé ekkert helvítis vanmat"
Kvenaboltinn
Jón Óli.
Jón Óli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög glaður, eftir vont tap í Njarðvík þar sem við töpuðum tveimur stigum sem ég hefði viljað hafaa, en við svöruðum vel í dag og það er fagnaðarefni," segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur á Gróttu í 2. umferð Lengjudeildar kvenna.

Aðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum voru skemmtilegar í dag, veðrið var gott og völlurinn blautur.

Lestu um leikinn: ÍBV 5 -  1 Grótta

„Stórkostlegar aðstæður og það hlýtur hver einasti leikmaður að hafa notið þess að spila fótbolta í dag."

Olga Sevcova skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag. Jón Óli var hins vegar spurður út í miðjumanninn Ally Clark sem lagði upp tvö mörk í dag og var valin best á vellinum.

„Hún tekur mikið til sín, hefur verið að leggja upp mörk fyrir okkur. Hún er frábær leikmaður og hún, sem og hinir tveir Ameríkanarnir, falla mjög vel inn í hópinn."

Næsti leikur hjá ÍBV verður gegn 2. deildar liði Völsungs á sunnudag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Jón Óli var spurður hvort það væri skyldusigur.

„Völsungsliðið er gott, mitt lið á bara einfaldlega að vera betra. Auðvitað ætlast maður til þess að við vinnum þennan leik, en ég veit að við fáum alvöru fótboltaleik og þetta snýst bara um að leikmenn gíri sig rétt upp og það sé ekkert helvítis vanmat við þetta," sagði Jón Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner