,,Snýst bara um að það sé ekkert helvítis vanmat"

„Ég er mjög glaður, eftir vont tap í Njarðvík þar sem við töpuðum tveimur stigum sem ég hefði viljað hafaa, en við svöruðum vel í dag og það er fagnaðarefni," segir Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir sigur á Gróttu í 2. umferð Lengjudeildar kvenna.
Aðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum voru skemmtilegar í dag, veðrið var gott og völlurinn blautur.
Aðstæður á Þórsvelli í Vestmannaeyjum voru skemmtilegar í dag, veðrið var gott og völlurinn blautur.
Lestu um leikinn: ÍBV 5 - 1 Grótta
„Stórkostlegar aðstæður og það hlýtur hver einasti leikmaður að hafa notið þess að spila fótbolta í dag."
Olga Sevcova skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í dag. Jón Óli var hins vegar spurður út í miðjumanninn Ally Clark sem lagði upp tvö mörk í dag og var valin best á vellinum.
„Hún tekur mikið til sín, hefur verið að leggja upp mörk fyrir okkur. Hún er frábær leikmaður og hún, sem og hinir tveir Ameríkanarnir, falla mjög vel inn í hópinn."
Næsti leikur hjá ÍBV verður gegn 2. deildar liði Völsungs á sunnudag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Jón Óli var spurður hvort það væri skyldusigur.
„Völsungsliðið er gott, mitt lið á bara einfaldlega að vera betra. Auðvitað ætlast maður til þess að við vinnum þennan leik, en ég veit að við fáum alvöru fótboltaleik og þetta snýst bara um að leikmenn gíri sig rétt upp og það sé ekkert helvítis vanmat við þetta," sagði Jón Óli að lokum.
Athugasemdir