þri 06. maí 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham fær leik flýtt um tvo daga
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham óskaði eftir því að leikur liðsins gegn Aston Villa í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarnnar yrði flýtt og hefur enska fótboltasambandið uppfyllt þá ósk.

Það eru meiri líkur en minni að Tottenham spili til úrslita í Evrópudeildinni þann 21. maí en liðið leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn gegn Bodö/Glimt í undanúrslitunum.

Tottenham átti að mæta Villa sunnudaginn 18. maí en leiknum hefur verið flýtt um tæpa tvo sólarhringa og fer fram á föstudagskvöldinu 16. maí. Leikurinn hefst klukkan 18:30.

Manchester United er líklegur andstæðingur Tottenham í úrslitaleiknum og hefur leiktími liðsins gegn Chelsea verið færður um stundarfjórðung eftir þessa færslu á leiknum hjá Tottenham. Bæði United og Tottenham eiga útileiki í 37. umferðinni.

United mætir Chelsea á föstudagskvöldinu og í stað þess að leikurinn hefjist klukkan 19:00 hefst leikurinn klukkan 19:15. Báðir leikir verða að sjálfsögðu í beinni á Síminn Sport.

Það kemur í ljós á fimmtudagskvöldið hvort að Tottenham og United komast í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni. Bæði lið hafa átt afleitt tímabil í úrvalsdeildinni eins og sjá má á stöðutöflunni hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner