Það virðist stefna í að Carlo Ancelotti verði næsti landsliðsþjálfari Brasilíu.
Samkvæmt heimildum The Athletic hefur Ancelotti náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid um riftun á samningi sínum sem rennur út sumarið 2026.
Samkvæmt heimildum The Athletic hefur Ancelotti náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid um riftun á samningi sínum sem rennur út sumarið 2026.
Þetta þýðir að hann muni ekki stýra Real Madrid á HM félagsliða í sumar. Brasilíska sambandið vill fá Ancelotti til starfa fyrir leiki í undankeppni HM í byrjun júní.
Xabi Alonso, stjóri Leverkusen, er efstur á óskalista Real Madrid en Raul, þjálfari varaliðs Real, eða Alvaro Arbeloa, þjálfari unglingaliðsins, gætu stýrt liðinu á HM félagsliða í sumar.
Athugasemdir