Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Dregið í Fótbolti.net bikarinn í beinni á X977 á laugardaginn
Selfoss vann bikarinn í fyrra eftir úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Selfoss vann bikarinn í fyrra eftir úrslitaleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í 32-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, næsta laugardag 10. maí.

Dregið verður í beinni útsendingu í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977. Drátturinn hefst um kl. 12.00.

Það verða fulltrúar KSÍ og Fótbolta.net sem sjá um að draga. Leikirnir verða í framhaldinu birtir á vef KSÍ.

Leikdagar í 32-liða úrslitum eru 24. – 25. júní.

Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri.

Þátttökulið

Úr 2. deild karla (12 félög); Dalvík/Reynir, Grótta, Haukar, Höttur/Huginn, Kári, KFA, KFG, Kormákur/Hvöt, Víðir, Víkingur Ó, Þróttur V og Ægir

Úr 3. deild karla (11 félög): Augnablik, Árbær, Hvíti riddarinn, ÍH, KF, KV, Magni, Reynir S., Sindri, Tindastóll, Ýmir

Úr 4. deild karla (9 félög): Álftanes, Árborg, Elliði, Hafnir, Hamar, KÁ, KFS, KH og Vængir Júpiters
Athugasemdir
banner
banner
banner