Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að vera fara eitthvað aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   mán 05. maí 2025 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Tobias skoraði tvennu í kvöld.
Tobias skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum. Við vitum hvernig KR vill spila og mér fannst við gera mjög vel. Við féllum stundum í þeirra gildru en á endanum komumst við 2-0 yfir og við eigum að vera nógu reynslumiklir til að klára það," sagði Tobias Thomsen, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli gegn KR í ótrúlegum leik í Bestu deildinni.

Tobias gerði tvö fyrstu mörk Breiðabliks og kom þeim í 2-0. Svo leystist leikurinn upp og KR komst í 2-3 með ótrúlegum kafla. Blikar jöfnuðu í lokin og lokatölur 3-3.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

„Ég er frekar pirraður í augnablikinu. Auðvitað náðum við í stigið svo þetta er súrsætt."

„KR er mjög gott lið með góða leikmenn sem eru teknískir og öruggir á boltann. Mér fannst við standa okkur vel á köflum, þangað til þeir fóru að spila langt. Þetta er frekar pirrandi en við tökum stigið og höldum áfram."

Tobias skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum en hann spilaði áður með KR. „Ég hefði getað skorað meira. Það er súrsætt. Auðvitað er ég glaður með tvö mörk og að geta hjálpað liðinu, en mér líður eins og ég hefði getað skorað meira."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner