Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   mán 05. maí 2025 23:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Tobias skoraði tvennu í kvöld.
Tobias skoraði tvennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum. Við vitum hvernig KR vill spila og mér fannst við gera mjög vel. Við féllum stundum í þeirra gildru en á endanum komumst við 2-0 yfir og við eigum að vera nógu reynslumiklir til að klára það," sagði Tobias Thomsen, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli gegn KR í ótrúlegum leik í Bestu deildinni.

Tobias gerði tvö fyrstu mörk Breiðabliks og kom þeim í 2-0. Svo leystist leikurinn upp og KR komst í 2-3 með ótrúlegum kafla. Blikar jöfnuðu í lokin og lokatölur 3-3.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  3 KR

„Ég er frekar pirraður í augnablikinu. Auðvitað náðum við í stigið svo þetta er súrsætt."

„KR er mjög gott lið með góða leikmenn sem eru teknískir og öruggir á boltann. Mér fannst við standa okkur vel á köflum, þangað til þeir fóru að spila langt. Þetta er frekar pirrandi en við tökum stigið og höldum áfram."

Tobias skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum en hann spilaði áður með KR. „Ég hefði getað skorað meira. Það er súrsætt. Auðvitað er ég glaður með tvö mörk og að geta hjálpað liðinu, en mér líður eins og ég hefði getað skorað meira."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner