Asmir Begovic, markvörður sem hefur spilað lengi í ensku úrvalsdeildinni, mun í sumar mæta til Íslands annað árið í röð og vera hér með markvarðarakademíu fyrir efnilega íslenska markverði.
Námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara.
Þjálfarar í ár verða Begovic, David Smalley og Jack Hadley ásamt íslenskum þjálfurum. Námskeiðið verður á Lambahagavelli í Úlfarsárdal frá 31. maí til 1. júní í sumar.
Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.
Begovic ræddi í dag við Fótbolta.net um akademíuna, Ísland og sinn frábæra feril.
Námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara.
Þjálfarar í ár verða Begovic, David Smalley og Jack Hadley ásamt íslenskum þjálfurum. Námskeiðið verður á Lambahagavelli í Úlfarsárdal frá 31. maí til 1. júní í sumar.
Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.
Begovic ræddi í dag við Fótbolta.net um akademíuna, Ísland og sinn frábæra feril.
Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum efst, öllum hlaðvarpsveitum og Spotify.
Athugasemdir