Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 05. maí 2025 23:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Júlíus í leiknum í kvöld.
Júlíus í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara spenna, var rosalegur leikur. Það eru vonbrigði að missa þetta niður en að sama skapi þvílíkur karakter að koma til baka úr 2-0. Ég er stoltur af liðinu og frammistöðunni," sagði Júlíus Mar Júlíusson, varnarmaður KR, eftir 3-3 jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Það er óhætt að fullyrða það að leikurinn hafi verið ótrúlegur, stórkostleg skemmtun.

„Það var þvílíkur stuðningur úr stúkunni. Þeir voru syngjandi allan leikinn og maður er orðlaus yfir því."

Júlíus, sem er tvítugur, fékk að vera með fyrirliðabandið í leiknum en hann var að spila sinn þriðja deildarleik fyrir félagið eftir að hafa komið frá Fjölni í vetur.

„Það er þvílíkur heiður. Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins. Það er geggjað, forréttindi," sagði Júlíus.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir