„Þetta var bara spenna, var rosalegur leikur. Það eru vonbrigði að missa þetta niður en að sama skapi þvílíkur karakter að koma til baka úr 2-0. Ég er stoltur af liðinu og frammistöðunni," sagði Júlíus Mar Júlíusson, varnarmaður KR, eftir 3-3 jafntefli gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.
Það er óhætt að fullyrða það að leikurinn hafi verið ótrúlegur, stórkostleg skemmtun.
Það er óhætt að fullyrða það að leikurinn hafi verið ótrúlegur, stórkostleg skemmtun.
„Það var þvílíkur stuðningur úr stúkunni. Þeir voru syngjandi allan leikinn og maður er orðlaus yfir því."
Júlíus, sem er tvítugur, fékk að vera með fyrirliðabandið í leiknum en hann var að spila sinn þriðja deildarleik fyrir félagið eftir að hafa komið frá Fjölni í vetur.
„Það er þvílíkur heiður. Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins. Það er geggjað, forréttindi," sagði Júlíus.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir