Það bendir ekkert til þess að Lucas Vázquez fái nýjan samning hjá Real Madrid en hann verður 34 ára í júlí.
Vázquez rennur út á samningi 30. júní en fær að öllum líkindum að framlengja samninginn sinn um tvær vikur til að spila með liðinu á HM félagsliða, sem lýkur um miðjan júlí.
Eftir það verður Vázquez frjáls ferða sinna en hann hefur verið hjá Real Madrid allan ferilinn og er meðal varafyrirliða félagsins.
Vázquez á 9 landsleiki að baki fyrir Spán og 397 leiki fyrir aðallið Real Madrid. Hann varði einu tímabili á láni hjá Espanyol fyrir tíu árum síðan en fyrir það var hann mikilvægur hlekkur í varaliði Real Madrid.
Það er ekkert pláss fyrir Vázquez í hópnum með komu Trent Alexander-Arnold frá Liverpool.
Athugasemdir