Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Hverjir gætu komið inn fyrir Orra Stein?
Icelandair
Stefán Ingi var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar 2023 þegar hann var seldur til Belgíu. Hann hélt svo til Noregs síðasta sumar.
Stefán Ingi var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar 2023 þegar hann var seldur til Belgíu. Hann hélt svo til Noregs síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Benoný Breki er á leið í umspilið með Stockport í ensku C-deildinni.
Benoný Breki er á leið í umspilið með Stockport í ensku C-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni part þessa mánaðar mun Arnar Gunnlaugsson velja sinn annan landsliðshóp. Framundan eru æfingaleikir gegn Skotlandi og Norður-Írlandi ytra snemma í júní.

Það er ljóst að það er ansi ólíklegt að landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson verði með en hann tognaði illa nýlega og er ekki búist við því að hann verði orðinn klár fyrir leikina.

Ertu að skoða núna hvaða framherjar gætu komið inn fyrir Orra?

„Já já, að sjálfsögðu. Það er það sem maður gerir milli verkefna, það er ákveðinn hópur sem maður er með undir smásjánni. Svo detta einhverjir út úr þeim hópi og einhverjir nýir, sem eru að standa sig vel, koma inn. Heilt yfir eru svona 40-50 leikmenn sem maður er að skoða um hverja einustu helgi eftir leiki helgarinnar og maður fylgist vel með," segir Arnar.

En hvaða leikmenn gæti Arnar verið með undir smásjánni?

Í síðasta landsliðshópi voru þeir Orri Steinn, Andri Lucas Guðjohnsen og Albert Guðmundsson sem hægt er að titla sem framherja. Hákon Arnar Haraldsson gæti verið annar af tveimur fremstu og sömuleiðis Jón Dagur Þorsteinsson.

Og svo eru þeir sem eru næstir á eftir. Brynjólfur Andersen Willumsson (Groningen) og Sævar Atli Magnússon (Lyngby) hafa verið í kringum landsliðið. Jón Daði Böðvarsson hjálpaði Burton að halda sér uppi og Benoný Breki Andrésson hefur leikið vel með Stockport í ensku C-deildinni. Samherji Benonýs í U21 landsliðinu, Hilmir Rafn Mikaelsson, er hjá Viking í norsku úrvalsdeildinni, sömuleiðis Sveinn Aron Guðjohnsen (Sarpsborg) og svo er það einn af heitustu mönnum norsku deildarinnar, Stefán Ingi Sigurðarson.

Stefán Ingi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Sandefjord í byrjun móts í Noregi. Hann er með 9. hæstu meðaleinkunn leikmanna í deildinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt, og verið tvisvar sinnum maður leiksins í fimm leikjum. Hann er alveg pottþétt einn af þeim sem Arnar er að fylgjast vel með.

Annar kostur væri svo Nökkvi Þeyr Þórisson hjá Sparta Rotterdam eða jafnvel Gylfi Þór Sigurðsson ef Arnar vill nota hann sem annan af tveimur framherjum.

Það verður spennandi að fylgjast með landsliðsvalinu en hópurinn verður opinberaður seinna í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner