Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 23:03
Brynjar Ingi Erluson
PSG gerði Olympiakos greiða
Mynd: EPA
Gríska félagið Olympiakos mun eflaust fagna sigri Paris Saint-Germain eitthvað fram eftir kvöldi en sigur franska liðsins þýðir að Olympiakos mun fara beint í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

PSG vann Arsenal, 3-1, í tveggja leikja einvígi í undanúrslitum og mun því mæta Inter í úrslitum.

Frakkarnir voru þegar búnir að tryggja sér sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna frönsku deildina og sama á við um Inter sem er í titilbaráttu á Ítalíu.

SIgurvegari Meistaradeildarinnar fær auðvitað laust sæti í deildarkeppnina en þar sem PSG og Inter þurfa það ekki fer það á það deildarmeistara þess liðs sem er efsta á stigatöflu UEFA síðustu fimm ár.

Þar kemur Olympiakos inn í myndina. Liðið vann á dögunum grísku deildina og er efst á stigatöflunni og fær það því þetta lausa sæti í deildarkeppnina í stað þess að fara í gegnum forkeppnina.

Olympiakos vann Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð sem var fyrsti Evróputitillinn í sögu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner