Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
De Ligt fjarverandi á morgun en meiðslin ekki alvarleg
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: EPA
Hollenski landsliðsmaðurinn Matthijs de Ligt verður fjarverandi vegna meiðsla þegar Manchester United leikur seinni leik sinn gegn Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

De Ligt fór meiddur af velli í tapinu gegn Brentford um síðustu helgi og óttast var að hann myndi ekki meira spila á tímabilinu. Meiðslin eru þó ekki alvarleg.

„Þetta er ekki stórt vandamál og það eru jákvæðar fréttir," segir Rúben Amorim, stjóri Manchester United.

„En hann getur ekki spilað á morgun og ekki gegn West Ham á sunnudag. Svo sjáum við til vað gerist."

Amorim staðfestir einnig að Toby Collyer og Ayden Heaven verði fjarri góðu gamni á morgun.

Manchester United er með öll spil á hendi eftir 3-0 útisigur í fyrri leiknum og líklegt að liðið muni leika til úrslita í Evrópudeildinni, gegn Bodö/Glimt eða Tottenham.
Athugasemdir
banner