Lloris Karius, fyrrum markvörður Liverpool og Newcastle, er eftirsóttur en hann vill vera áfram hjá Schalke.
Karius skrifaði undir samning við Schalke í janúar sem er í gildi út tímabilið.
Hann gekk til liðs við félagið frá Newcastle þar sem hann var í tvö ár.
Samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi er mikill áhugi á Karius frá ítölskum félögum en Karius bíður eftir því að fá tilboð frá Schalke áður en hann tekur ákvörðun um næstu skref.
Karius hefur komið við sögu í fjórum leikjum hjá Schalke í næst efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 13. sæti með 38 stig eftir 32 umferðir.
Athugasemdir