Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. maí 2025 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Algert hrun hjá Ronaldo og félögum
Al Nassr glutraði tveggja marka forystu á heimavelli
Al Nassr glutraði tveggja marka forystu á heimavelli
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo og félagar í Al Nassr töpuðu toppslagnum gegn Al Ittihad, 3-2, í svakalegustu endurkomu tímabilsins í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Al Nassr gat blandað sér í titilbaráttuna með sigri en átta stig skildu liðin að fyrir leikinn.

Allt leit vel út fyrir heimamenn í hálfleik. Sadio Mané skoraði og lagði upp og staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja, en í þeim síðari hrundi allt.

Frakkarnir Karim Benzema og N'Golo Kanté jöfnuðu metin á þriggja mínútna kafla áður en Houssem Aouar tryggði Al Ittihad sigurinn seint í uppbótartíma.

Cristiano Ronaldo lék allan leikinn hjá Al Nassr en komst ekki á blað í þetta sinn.

Al Ittihad er á toppnum með 71 stig en Al Nassr í 4. sæti með 60 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner