Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Maddison frá út tímabilið
Mynd: EPA
James Maddison, leikmaður Tottenham Hotspur, verður ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla á hné en þetta er annað höggið sem Tottenham fær í þessari viku.

Englendingurinn meiddist á hné í 3-1 sigri Tottenham á Bodö/Glimt í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Hann var ekki með Tottenham í 1-1 jafnteflinu gegn West Ham um helgina og hefur nú fengist staðfest að tímabili hans sé lokið vegna meiðslana.

Þetta er svakaleg blóðtaka fyrir Tottenham-menn sem setja stefnuna á að komast í úrslit Evrópudeildarinnar í Bilbao, þar sem liðið mun að öllum líkindum mæta Manchester United.

Maddison er annar leikmaðurinn á nokkrum dögum sem Tottenham missir í meiðsli en sænski miðjumaðurinn Lucas Bergvall meiddist á ökkla á æfingu og mun einnig missa af síðustu leikjunum.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Dominic Solanke verður klár fyrir seinni leikinn gegn Bodö á morgun.
Athugasemdir
banner
banner