Paris Saint-Germain og Arsenal mætast í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Parc des Princes klukkan 19:00 í kvöld.
PSG leiðir einvígið eftir að hafa unnið öflugan 1-0 útisigur á Emirates í síðustu viku.
Luis Enrique gerir eina stóra breytingu á liði PSG en Ousmane Dembele er tæpur vegna meiðsla og er á bekknum. Hann skoraði eina mark liðsins í fyrri leiknum. Bradley Barcola byrjar í hans stað.
Thomas Partey kemur þá inn í lið Arsenal í stað Leandro Trossard, en Partey var í banni í fyrri leiknum.
PSG: Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Nuno Mendes; João Neves, Vitinha, Fabián Ruiz; Doué, Barcola, Kvaratskhelia
Arsenal: David Raya; Timber, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly; Odegaard, Partey, Rice; Saka, Mikel Merino, Martinelli.
Athugasemdir