Glódís Perla og Guðrún gætu komið við sögu

Eftir tvær vikur hefst gríðarlega spennandi mót í kvennafótboltanum, þegar átta af sterkustu félagsliðum heims mæta til leiks til að keppa í sjö manna fótboltamóti.
Bæði Manchester-liðin munu taka þátt í mótinu sem inniheldur 5 milljóna dollara heildarverðlaunafé.
Mótið fer fram í Estoril í Portúgal 21.-23. maí, þremur dögum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Arsenal mun spila við ríkjandi meistara Barcelona.
Auk Manchester-liðanna munu FC Bayern, AS Roma, PSG, Ajax, Benfica og FC Rosengård taka þátt í þessu 8-liða móti.
Einn leikur er 30 mínútur og munu leikmenn úr byrjunarliðum þessa stórliða taka þátt í mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir gæti því spilað fyrir FC Bayern og Guðrún Arnardóttir fyrir FC Rosengård.
Athugasemdir