Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Bristol City og Sheffield United mætast í umspilinu
Chris Wilder er stjóri Sheffield United
Chris Wilder er stjóri Sheffield United
Mynd: EPA
Undanúrslit í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildina hefjast í kvöld með leik Bristol City og Sheffield United.

Sheffield United hafnaði í 3. sæti B-deildarinnar og mætir Bristol sem hafnaði í 6. sæti.

Sheffield féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var lengi vel í góðri stöðu um að fara beint aftur upp, en Burnley og Leeds sýndu meiri stöðugleika á lokakaflanum og þurfti Sheffield að sætta sig við umspilssæti.

LIðin mætast á Ashton Gate, heimavelli Bristol í kvöld, í fyrri undanúrslitaleiknum en síðari leikurinn fer fram á Bramall Lane á mánudag.

Bristol hefur ekki spilað í efstu deild síðan 1980. Árið 1977 hafnaði liðið í 7. sæti efstu deildar, sem er besti árangur í sögu félagsins.

Leikur dagsins:
19:00 Bristol City - Sheffield United
Athugasemdir
banner
banner