Seinni undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain gegn Arsenal fer fram í kvöld.
Heimamenn í liði PSG fara inn í leikinn með 1-0 forystu eftir sigur í fyrri leik liðanna í London í síðustu viku.
Ljóst er að Arsenal bíður gríðarlega erfitt verkefni í París enda hefur PSG verið í feykilega miklu stuði á tímabilinu og þá sérstaklega á heimavelli.
Stuðningsmenn PSG eru þekktir fyrir að vera með mikil læti sem gæti gert þessa þraut enn þyngri fyrir lærisveina Mikel Arteta.
Luis Enrique þjálfari PSG hvíldi alla lykilmenn liðsins er PSG tapaði í frönsku deildinni um helgina á meðan Arteta tefldi fram sínu sterkasta byrjunarliði, en lærisveinar hans töpuðu á heimavelli gegn Bournemouth.
Þetta verður í þriðja sinn sem liðin mætast á leiktíðinni, en Arsenal sigraði 2-0 í deildarkeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust. PSG hefur þó vaxið mikið sem lið síðan þá, eins og sást greinilega í leikjunum gegn Liverpool í 8-liða úrslitum og aftur gegn Arsenal í síðustu viku.
Leikur kvöldsins:
19:00 PSG - Arsenal
Athugasemdir