
Sænska félagið Växjö setti í dag inn færslu á Instagram þar sem kemur fram að Bryndís Arna Níelsdóttir hefði meiðst í síðustu viku og verði frá í langan tíma.
Í viðtali við Smålandsposten, sem Vísir vakti athygli á fyrr í dag, sagði Olof Unogård, þjálfari Växjö, að Bryndís hefði meiðst á læri í síðustu viku og myndi missa af EM í sumar.
Í viðtali við Smålandsposten, sem Vísir vakti athygli á fyrr í dag, sagði Olof Unogård, þjálfari Växjö, að Bryndís hefði meiðst á læri í síðustu viku og myndi missa af EM í sumar.
EM verður spilað í júlí og er haldið í Sviss.
Þetta er högg fyrir Bryndísi, að missa af stórmótinu í sumar, en hún hafði verið í fjórum landsliðshópum í röð hjá Þorsteini Halldórssyni áður en kom að síðasta verkefni þar sem hún var ekki valin.
Bryndís er 21 árs framherji sem varð markadrottning Bestu deildarinnar 2023 þegar hún varð Íslandsmeistari með Val og fór svo í kjölfarið til Växjö.
Athugasemdir