Paris Saint-Germain og Arsenal mætast annað kvöld í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Frakklandsmeistararnir leiða í einvíginu eftir 1-0 útisigur í fyrri leiknum.
Arsenal var að ljúka æfingu fyrir leikinn en ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori var mættur. Hann hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan gegn Chelsea í mars.
Vinstri bakvörðurinn varð fyrir hnémeiðslum í landsliðsverkefni með Ítalíu.
Arsenal var að ljúka æfingu fyrir leikinn en ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori var mættur. Hann hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan gegn Chelsea í mars.
Vinstri bakvörðurinn varð fyrir hnémeiðslum í landsliðsverkefni með Ítalíu.
Calafiori hefur spilað sjö leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Þá hefur hann spilað sautján deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni.
Jurrien Timber var einnig með á æfingunni áðan en hann missti af tapleiknum gegn Bournemouth á laugardag. Martin Ödegaard fékk högg í þeim leik en æfði í morgun.
Þá endurheimtir Arsenal miðjumanninn Thomas Partey sem var í leikbanni í fyrri leiknum.
Athugasemdir